Sífellt fleiri Íslendingar hafa áttað sig á hentugleika þess að versla hjá erlendum netverslunum. Ljóst er að margir kaupa einhverjar jólagjafirnar hjá erlendum netverslunum á borð við Boozt, Asos og Amazon.

Gengi Bandaríkjadals hefur styrkst um 12% gagnvart íslensku krónunni frá miðjum júnímánuði. Gengi krónunnar gagnvart evrunni og breska pundinu hefur einnig veikst.

Styrking Bandaríkjadollar gæti haft það í för með sér að neytendur versli frekar hjá innlendum aðilum, hvort sem er netverslunum eða hefðbundnum verslununum.

Framundan eru stórir afsláttardagar hjá innlendum aðilum, en í lok nóvember eru "svartur fössari" og "rafrænn mánudagur."

„Dagur einhleypra", einn stærsti viðskiptadagur í netverslun í heiminum, fór fram 11. nóvember síðastliðinn.

Dagurinn markar upphaf jólaverslunarinnar hjá fjölda landsmanna og er sá fyrsti í röðinni af þremur stórum netverslunardögum sem eru á dagskrá í nóvember.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.