Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að veita 510 milljónum króna í styrki til kaupa á hreinorku vörubifreiðum á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þetta er í annað sinn sem slíkir styrkir eru veittir, en áætlað er að um rúmlega 600 þúsund lítrar af olíu sparist árlega með notkun hreinorku vörubifreiðanna sem hljóta styrk að þessu sinni.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að veita 510 milljónum króna í styrki til kaupa á hreinorku vörubifreiðum á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þetta er í annað sinn sem slíkir styrkir eru veittir, en áætlað er að um rúmlega 600 þúsund lítrar af olíu sparist árlega með notkun hreinorku vörubifreiðanna sem hljóta styrk að þessu sinni.

Allar 55 umsóknirnar sem bárust voru samþykktar með upphæðum samkvæmt samrýmdum viðmiðum. Sótt var um 621 milljón kr. og komu 510 milljónir kr. til úthlutunar. Umsóknirnar sem bárust að þessu sinni eru um helmingi fleiri en í fyrra og vegna fleiri gerða hreinorku vöruflutningabíla.

„Það er kraftur í orkuskiptum í samgöngum og þar eru þungaflutningarnir ekki undanskildir. Eftir styrkveitingu síðasta árs eru þegar allnokkrir þungaflutningsbílar sem alfarið eru knúnir rafmagni komnir á göturnar. Áætlað er að með styrkveitingunum sem kynntar eru í dag sparist rúmlega 600 þúsund lítrar af olíu og það er magn sem munar um,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Flestar voru umsóknirnar að þessu sinni vegna kaupa á stærri sendibílum eða pallbílum með stórum rafhlöðum, en einnig var talsvert um umsóknir vegna stærri vörubifreiða með enn stærri og öflugri rafhlöðum.