Olís býður app- og lykilhöfum í vinahópi Olís og ÓB 20 króna afslátt af eldsneyti og 25% afslátt á Grill 66 á Olís í dag. Afslátturinn gildir á öllum stöðvum nema þeim átta ÓB-stöðvum sem alltaf eru með lægsta verðið.
Í gær varð tímabundin bilun í tölvukerfi Olís og Ób sem varð til þess að viðskiptavinir urðu fyrir óþægindum. Fyrirtækið segist því vilja koma til móts við viðskiptavini sína með þessu sérstaka tilboði. Kerfisbilunin var lagfærð í gær og kerfið er komið í lag aftur.
„Við hörmum þau óþægindi sem þessi skammvinna bilun kann að hafa valdið. Viðskiptavinir okkar eru afar mikilvægir og því ákváðum við að bjóða upp á þessi frábæru afsláttarkjör í dag,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, og bendir á að nánari upplýsingar um tilboð og verð megi nálgast á olís.is eða í Olís – ÓB appinu.
