Bókin Seðla­bankinn gegn Sam­herja eftir sagn­fræðinginn Björn Jón Braga­son kemur út í dag en í bókinni rekur Björn mála­rekstur Gjald­eyris­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands gegn út­gerðar­fé­laginu Sam­herja.

„Gjald­eyris­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands var sett á lag­girnar eftir að gjald­eyris­höftunum var komið á. Eitt stærsta ein­staka mál þess hófst með hús­leit í beinni út­sendingu Ríkis­út­varpsins á skrif­stofum sjávar­út­vegs­fé­lagsins Sam­herja. Fé­lagið var sakað um al­var­leg lög­brot sem for­svars­menn þess báru af sér. Þessi at­burður markaði upp­haf að ára­löngum á­tökum fyrir dóm­stólum og í fjöl­miðlum,“ segir á bak­síðu bókarinnar.

Bókin Seðla­bankinn gegn Sam­herja eftir sagn­fræðinginn Björn Jón Braga­son kemur út í dag en í bókinni rekur Björn mála­rekstur Gjald­eyris­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands gegn út­gerðar­fé­laginu Sam­herja.

„Gjald­eyris­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands var sett á lag­girnar eftir að gjald­eyris­höftunum var komið á. Eitt stærsta ein­staka mál þess hófst með hús­leit í beinni út­sendingu Ríkis­út­varpsins á skrif­stofum sjávar­út­vegs­fé­lagsins Sam­herja. Fé­lagið var sakað um al­var­leg lög­brot sem for­svars­menn þess báru af sér. Þessi at­burður markaði upp­haf að ára­löngum á­tökum fyrir dóm­stólum og í fjöl­miðlum,“ segir á bak­síðu bókarinnar.

Bókin byggir að hluta til á bók Björns Jóns, Gjald­eyris­eftir­litið – Vald án eftir­lits, frá árinu 2016. „Síðan þá hefur margt mjög á­huga­vert komið í ljós sem gefur mun heild­stæðari mynd af at­burða­rásinni og veitir áður ó­þekkta inn­sýn í hvað gekk á að tjalda­baki,“ segir á bak­síðunni.

Bókin fjallar um al­var­lega bresti og skort á fag­mennsku í opin­berri stjórn­sýslu.

Spurt er hvort ein­hver beri á­byrgð sem höndlar með opin­bert vald.

Tryggvi Gunnars­son, þá­verandi um­boðs­maður Al­þingis, benti þing­mönnum á vegna þessa máls að „refsi­heimildir eru ekki til­rauna­starf­semi. Þetta er mikið inn­grip í líf fólks.“

Hann sagði einnig vegna þessa: „Við getum ekki haldið á­fram að böðlast á borgurunum af því að stoltið er svo mikið. Stoltið má ekki bera menn ofur­liði.“

Bókin er sögð koma les­endum mjög á ó­vart enda í senn spennandi og ógn­vekjandi lesning.