Hagnaður Vélfags nam 30 milljónum króna í fyrra og dróst lítillega saman milli ára. Velta fyrirtækisins jókst þó til muna og nam ríflega einum milljarði, samanborið við 548 milljónir árið 2022.
Hagnaður Vélfags nam 30 milljónum króna í fyrra og dróst lítillega saman milli ára. Velta fyrirtækisins jókst þó til muna og nam ríflega einum milljarði, samanborið við 548 milljónir árið 2022.
Stofnendur fyrirtækisins, sem seldu meirihluta hlutafjár til rússneska útgerðarfélagsins Norebo árið 2022, seldu ríflega fjórðungshlut til viðbótar á árinu. Nikita Orlov tók við eignarhaldi föður síns á Norebo í fyrra og fer hann nú með eignarhlutinn í Vélfagi í gegnum Titania Trading Limited.
Bjarmi A. Sigurgarðarsson, framkvæmdastjóri Vélfags, og Ólöf Ýr Lárusdóttir fara nú hvort um sig með 9,1% hlut.