HPP Solutions, sem hannar, þróar og framleiðir próteinverksmiðjur, tapaði 81 milljón króna á síðasta ári eftir að hafa hagnast um 29 milljónir 2022.

Rekstrartekjur námu 724 milljónum og drógust saman um rúmlega helming frá fyrra ári. Skuldir námu 37 milljónum í lok síðasta árs en engar vaxtaberandi skuldir hvíla á félaginu.

Guðmundur S. Sveinsson er stærsti hluthafi félagsins með 19,5% hlut. Þá á Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri Össurar, 10% hlut.

Lykiltölur / HPP Solutions

2023 2022
Tekjur 724  1.478
Eignir 96  376
Eigið fé 60  140
Afkoma -81 29
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.