Heildarvelta á millibankamarkaði með krónur var samtals 8 milljarðar íslenskra króna í júní, samanborið við 1 milljarðs króna veltu í maímánuði, samkvæmt nýuppfærðum hagtölum Seðlabanka Íslands.
Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 76 milljónum evra í júní, jafnvirði 11,4 milljarða króna. Hlutur Seðlabanka Íslands af gjaldeyrisveltu í júní var enginn.
Meðalgengi evru lækkaði gagnvart krónu um 0,4% milli maí og júní.
Samkvæmt Seðlabankanum var vísitala raungengis íslensku krónunnar 93,1 stig í júní og hækkaði um 0,6% miðað við mánuðinn þar á undan.
Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var 2,9% hærri í júní samanborið við júní árið 2023.
Á öðrum ársfjórðungi ársins 2024 var vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags 93,0 stig sem er 0,9% hækkun miðað við fyrsta ársfjórðung 2024.
Vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar var 98,0 stig á fyrsta ársfjórðungi 2024, hækkaði um 3,8% miðað við fjórða ársfjórðung 2023.
Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 887,7 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 914,1 milljarð í lok maí.
Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands námu 79,4 milljörðum króna í lok júní samanborið við 78,2 milljarða í lok maí.