Bílabúð Benna hagnaðist um 49 milljónir króna eftir skatta árið 2023 samanborið við hagnað upp á 99 milljónir árið áður. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur arður til hluthafa á árinu 2024, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

Rekstrartap í fyrra

Rekstrartekjur bílaumboðsins, sem er með umboð fyrir Porsche og KGM, námu 1.671 milljón króna í fyrra samanborið við 2.313 milljónir árið 2022. Velta félagsins dróst því saman um 642 milljónir króna, eða um 27,7%, milli ára.

Rekstrargjöld drógust saman um 20% milli ára og námu 1.713 milljónum króna í fyrra. Ársverkum fækkaði úr 36 í 31 milli ára.

EBIT-afkoma félagsins var neikvæð um 42 milljónir árið 2022 samanborið við EBIT-hagnaðu upp á 171 milljón árið 2022.

„Rekstur á árinu 2024 mun verða undir áhrifum af verðbólgu, háum vöxtum og breytinga á ívilnunum rafbíla. Félagið er fjárhagslega sterkt,“ segir í skýrslu stjórnar.

Eignir Bílabúðar Benna námu nærri 2,4 milljörðum króna í árslok 2023 og eigið fé var um 2 milljarðar króna. Bílaumboðið er í jafnri eigu Benedikts Eyjólfssonar og Margrétar Betu Gunnarsdóttur‏.