Velta ís­lenska frum­kvöðla­fyrir­tækisins Ceedr, sem áður hét The Engine Nor­dic og sér um starfræna starf­semi Pipar/TBWA, jókst um 40% frá því á sama tíma á síðasta ári.

Sam­kvæmt til­kynningu frá fyrir­tækinu endur­speglar þetta þörf fyrir­tækja fyrir dýpri þekkingu á staf­rænni markaðs­tækni.

Ceedr er með starf­semi á þremur Norður­löndum auk Ís­lands og er vöxturinn mestur í Dan­mörku og Finn­landi. Starf­semin felst í því að nota nýjustu tækni, hvort sem um ræðir gervi­greind eða nýjungar í ris­a­tólum eins og Goog­le, Micros­oft, TikTok og Meta.

„Til að mynda höfum við stofnað sér­stakt tækni­teymi eða MarTech Team sem er saman­sett af gríðar­lega reynslu­miklum sér­fræðingum sem geta veitt dýr­mæta ráð­gjöf um stefnu, upp­setningu og notkun á markaðs­tækni til að byggja upp vöxt fyrir­tækis til fram­tíðar. Nokkrar vörur hafa verið í þróun hjá okkur, ein þeirra er notuð til að skilja betur vöru­merkja­vitund og sýna við­skipta­vinum okkar hvar þeir standa í saman­burði við keppi­nauta sína og hvernig þurfi að bregðast við. Þessi vara heitir Ceedr Competitor Index,” segir Hregg­viður Steinar Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Ceedr.

Sam­kvæmt Hregg­viði er Ceedr í sókn á meðan sam­bæri­legar stofur á Norður­löndunum hafa þurft að loka vegna erfiðra markaðs­að­stæðna í kjöl­far Co­vid og þungrar stöðu í orku­málum.

Metro Service í Kaup­manna­höfn, Shibsted Media í Finn­landi, Sprell leik­fanga­verslun í Noregi og Ab­bott Pharmaceuti­cals í Sví­þjóð eru dæmi um nú­verandi við­skipta­vini Ceedr.

Skrif­stofa Ceedr í Finn­landi var opnuð í vor og á fyrir­tækið von á mestum vexti þar á næstu tveimur árum.

„Fjöl­breyti­leiki er það sem Ceedr leitast eftir í sóknar­tæki­færum sínum. Við viljum hafa alla flóruna og sækja nýja markaði. Lykil­at­riðið er að við­skipta­vinir okkar vilji vaxa með tækni­byltingunni með okkar að­stoð,“ segir Hregg­viður.

Hjá Ceedr starfa um tuttugu starfs­menn sem þjónusta á sjöunda tug fyrir­tækja í Sví­þjóð, Dan­mörku, Finn­landi og á Ís­landi.