Hvammsvík sjóböð ehf., sem Skúli Mogensen athafnamaður rekur með fjölskyldu sinni, hagnaðist um 92 milljónir króna árið 2023, fyrsta heila rekstrarári félagsins. Til samanburðar tapaði félagið 76 milljónum árið 2022 en böðin opnuðu í júlí 2022.

Hvammsvík sjóböð ehf., sem Skúli Mogensen athafnamaður rekur með fjölskyldu sinni, hagnaðist um 92 milljónir króna árið 2023, fyrsta heila rekstrarári félagsins. Til samanburðar tapaði félagið 76 milljónum árið 2022 en böðin opnuðu í júlí 2022.

Velta sjóbaðanna jókst um 270% milli ára og nam 781 milljón króna í fyrra, samanborið við 211 milljónir árið 2022.

Rekstrargjöld félagsins jukust úr 284 milljónum í 628 milljónir milli ára. Ársverk voru 38 í fyrra samanborið við 30 árið 2022.

Eignir Hvammsvíkur sjóbaða námu 765 milljónum króna í árslok 2023, samanborið við 651 milljón árið áður. Félagið hefur fjárfest í fasteignum og örðum rekstrarfjármunum fyrir meira en hálfan milljarð króna á síðustu tveimur árum. Eigið fé félagsins nam 55 milljónum í lok síðasta árs.

Lykiltölur / Hvammsvík sjóböð ehf.

2023 2022
Rekstrartekjur 781 211
EBITDA 153 -73
Afkoma e. skatta 92 -76
Eignir 765 651
Eigið fé 55 -38
Ársverk 38 30
– fjárhæðir í milljónum króna

Hvammsvík sjóböð eru í eigu Skúla Mogensen, fyrrum eiganda og forstjóra Wow Air, og fjölskyldu. Auk sjóbaða er í Hvammsvík gistiaðstaða og veitingastaður, en gömlu húsin hafa verið gerð upp og eru leigð til ferðamanna.

Skúli keypti jörðina af Orkuveitunni árið 2011 fyrir 230 milljónir króna.