Gagnaversfyrirtækið Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, velti 70,9 milljónum dala á árinu 2023, jafnvirði 9,8 milljarða króna, sem er 48% aukning miðað við árið 2022.

Verne, sem áður var í eigu D9 Infrastructure og var keypt af franska sjóðastýringarfyrirtækinu Ardian fyrir hátt í 80 milljarða króna í fyrra, áformar að byggja gagnaver í Finnlandi með yfir 70 MW afkastagetu.

Fyrirtækið rekur fyrir þrjú smærri gagnaver í Finnlandi, í borgunum Helsinki, Pori og Tampere, og eitt gagnaver í London.

Helgi Helgason er framkvæmdastjóri Verne Global á Íslandi.

Verne Global

2023 2022
Rekstrartekjur 9.784 6.496
Eignir 64.935 48.599
Eigið fé 12.697 7.492
Tap 475 363
Lykiltölur í milljónum króna.