Lögmannsstofan Norðdahl, Narfi & Silva hagnaðist um 2 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 7 milljóna hagnað árið áður. Tekjur jukust um meira en fjórðung á milli ára og námu 139 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld jukust um 40% á milli ára og námu 54 milljónum króna, en meðalfjöldi starfa á stofunni var 6 á síðasta ári samanborið við 5 árið áður. Eignir stofunnar námu 33 milljónum króna í lok árs en eigið fé var 16 milljónir.

Magnús Davíð Norðdahl, Guðmundur Narfi Magnússon og Helgi Silva Þorsteinsson eiga þriðjungshlut hvor í stofunni.

Norðdahl, Narfi & Silva

2024 2023
Rekstrartekjur 139 114
Eignir 33 35
Eigið fé 16 14
Hagnaður 2 7
Lykiltölur í milljónum króna.