Verð á dísilolíu hefur hækkað um meira en 40% í bæði Bandaríkjunum og Evrópu frá því í maí þegar Sádi-Arabía og önnur OPEC+ olíuríki ákváðu að draga úr framleiðslu, samkvæmt gögnum frá Argus en The Wall Street Journal greinir frá.
Framvirkir samningar með Brent-hráolíu og Vestur-Texas olíu hafa hækkað um 13% og 14% á sama tímabili.
Neytendur eru nú þegar byrjaðir að finna fyrir þessum hækkunum við dæluna en búast má við því að olíuverð muni hækka enn frekar þar sem Rússland og Sádi-Arabía ætla halda áfram að draga úr framleiðslunni.
Verðhækkanir við dæluna heima
Samkvæmt Gasvaktinni hefur dísilolía hækkað úr 310 krónum í 316 krónur sl. mánuð hjá N1.
Dísilolían hefur farið úr 309 í 311 kr. hjá Orkunni. Dísilolía hjá Costco er enn þá langódýrust en verðið við dæluna hefur samt hækkað úr 274 í 277 krónur sl. mánuð.