Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur slegið nýtt met og kostar nú 5.874 dali á hvert tonn. Mikill þurrkur hefur haft áhrif á uppskeru kakóbauna í vesturhluta Afríku og er kostnaðurinn nú tvöfalt meiri en hann var í byrjun síðasta árs.

Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Nóa Síríus, segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni en fyrirtækið þurfti um mánaðarmótin að hækka verð á súkkulaðivörum sínum í ljósi núverandi aðstæðna.

Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur slegið nýtt met og kostar nú 5.874 dali á hvert tonn. Mikill þurrkur hefur haft áhrif á uppskeru kakóbauna í vesturhluta Afríku og er kostnaðurinn nú tvöfalt meiri en hann var í byrjun síðasta árs.

Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Nóa Síríus, segist aldrei hafa séð annað eins á ævinni en fyrirtækið þurfti um mánaðarmótin að hækka verð á súkkulaðivörum sínum í ljósi núverandi aðstæðna.

„Vanalega koma í kringum 20 til 22 kakóbaunir úr hverri aldin en í síðustu uppskeru voru þær ekki nema 12 til 14, þannig þetta er næstum helmings minnkun á framboði. Svo stigmagnast þetta út af ótryggðu stjórnmálaástandi á svæðinu og þá fara spákaupmenn á fullt með framvirka samninga sem magna upp verðhækkanirnar.“

Auðjón byrjaði að taka eftir verðhækkunum síðasta sumar en þegar leið á haust komu hækkanir niður á fyrirtækið eins og snjóflóð. „Á þeim tíma var línuritið bara nánast lárétt.“

Megnið af öllum kakóbaunum heimsins finnast í vesturhluta Afríku en veðurbreytingar hafa haft áhrif á uppskeruna í Gana og á Fílabeinsströndinni, sem eru jafnframt tveir stærstu framleiðendur kakóbauna í heiminum.

Nói Síríus kaupir öll sín kakóhráefni frá belgíska fyrirtækinu Callebaut en þau eru, líkt og Nói Síríus, með tryggða samninga. Auðjón segir hins vegar að núverandi þróun muni reynast smærri óháðum framleiðendum mjög erfið en þeir gætu einfaldlega lent í vandræðum með að fá magn.

Hann segir að þegar hrávörur hækki svona mikið hafi það keðjuverkandi áhrif á allan markaðinn og bætir við að ástandið gæti orðið enn verra á næsta ári ef næsta uppskeran verður eins og hún var síðast.

„Þetta kemur verst niður á þá framleiðendur sem eru mjög harðir á gæði. Við erum til dæmis með það loforð að við breytum ekki uppskriftum, þannig við verðum að taka þessu eins og það er,“ segir Auðjón.