Eftir tæplega 4% lækkun í dag er verð á tunnu af Brent hráolíu komið undir 70 dollara í fyrsta sinn síðan í desember 2021. Verðið stendur í 69,05 dollurum á tunnu þegar fréttin er skrifuð

Eftir tæplega 4% lækkun í dag er verð á tunnu af Brent hráolíu komið undir 70 dollara í fyrsta sinn síðan í desember 2021. Verðið stendur í 69,05 dollurum á tunnu þegar fréttin er skrifuð

Lækkunin í dag er rakin til þess að OPEC færðu niður spá sína um eftirspurn í ár og á næsta ári. Þetta er önnur mánaðarskýrsla OPEC í röð þar sem samtökin færa niður spána en þar áður höfðu haldið henni óbreyttri frá því í júlí 2023, að því er segir í frétt Reuters.

Nýja spáin gerir ráð fyrir að eftirspurn eftir olíu muni aukast um tæplega 2,03 milljónir tunna á dag á árinu 2024, en til samanburðar gerði fyrri spá ráð fyrir aukningu upp á 2,11 milljónir tunna á dag. Þá lækkar spá um aukna eftirspurn á árinu 2025 úr 1,78 milljónum tunna í 1,74 milljónir.

Lækkunin skýrist að stærstum hluta af væntingum um minni eftirspurn í Kína, stærsta innflytjenda hráolíu í heiminum.

OPEC sögðu að vöxtur eftirspurnar í ár væri enn talsvert yfir sögulegu meðaltali fyrir Covid-faraldurinn sem var í kringum 1,4 milljónir tunna.