Verðbólga í Kanada dróst saman í janúar og mældist 5,9% samanborið við 6,3% í desember.
Greinendur höfðu spáð fyrir um 6,1% verðbólgu í janúar. Verðbólgan hefur dregist nokkuð saman frá því að hún náði hámarki sínu í 8,1% síðasta sumar.
Seðlabanki Kanada hefur hækkað stýrivexti hratt á undanförnum 11 mánuðum, úr 0,25% upp í 4,5%. Talið er að bankinn muni halda aftur af frekari stýrivaxtahækkunum ef verðbólguhorfur halda áfram að batna, en næsti vaxtaákvörðunarfundur bankans er haldinn í mars.