Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,9% í desember. Er þetta umtalsverð hækkun frá mánuðinum á undan en þá mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,4% og hafði ekki verið lægri í tvö ár. Verðbólgumælingin vekur upp áleitnar spurningar um hvort Evrópski seðlabankinn muni lækka stýrivexti í náinni framtíð eins og væntingar hafa verið um.

Það sem veldur hækkun verðbólgunnar er að sögn Financial Times fyrst og fremst sú staðreynd að ríki myntbandalagsins eru farin að draga úr niðurgreiðslum á bensíni, rafmagni og matvælum. Gripið var til þeirra þegar hrávöru- og orkumarkaðir fóru í uppnám eftir að rússnesk stjórnvöld hófu innrás sína í Úkraínu.

Samkvæmt Financial Times bjuggust fjárfestingar jafnvel við vaxtalækkun Evrópska seðlabankans í marsmánuði en mælingin virðist útiloka þann möguleika. Næsti vaxtaákvörðunarfundur Evrópska seðlabankans er 25. janúar.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,9% í desember. Er þetta umtalsverð hækkun frá mánuðinum á undan en þá mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,4% og hafði ekki verið lægri í tvö ár. Verðbólgumælingin vekur upp áleitnar spurningar um hvort Evrópski seðlabankinn muni lækka stýrivexti í náinni framtíð eins og væntingar hafa verið um.

Það sem veldur hækkun verðbólgunnar er að sögn Financial Times fyrst og fremst sú staðreynd að ríki myntbandalagsins eru farin að draga úr niðurgreiðslum á bensíni, rafmagni og matvælum. Gripið var til þeirra þegar hrávöru- og orkumarkaðir fóru í uppnám eftir að rússnesk stjórnvöld hófu innrás sína í Úkraínu.

Samkvæmt Financial Times bjuggust fjárfestingar jafnvel við vaxtalækkun Evrópska seðlabankans í marsmánuði en mælingin virðist útiloka þann möguleika. Næsti vaxtaákvörðunarfundur Evrópska seðlabankans er 25. janúar.