Sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Eurostat lækkaði árs­verð­bólga á evru­svæðinu í janúar eftir nokkuð ó­vænta hækkun í desem­ber­mánuði.

Verð­bólgan féll úr 2,9% í 2,8% milli mánaða sam­kvæmt Eurostat en við­skipta­blað The Guar­dian greinir frá.

Sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Eurostat lækkaði árs­verð­bólga á evru­svæðinu í janúar eftir nokkuð ó­vænta hækkun í desem­ber­mánuði.

Verð­bólgan féll úr 2,9% í 2,8% milli mánaða sam­kvæmt Eurostat en við­skipta­blað The Guar­dian greinir frá.

Verð­bólga á evru­svæðinu fór úr 2,4% í 2,9% milli nóvember og desember en í kjöl­farið vöknuðu um á­leitnar spurningar um hvort Evrópski seðla­bankinn muni lækka stýri­vexti í náinni fram­tíð eins og væntingar hafa verið um.

Þó að lækkunin sé ekki mikil eru nú aftur vonir um að vextir verði lækkaðir fyrr en ella.

Verð­bólga á mat, á­fengi og tóbaki lækkaði milli mánaða og fór úr 6,1% í desember í 5,7% í janúar á meðan þjónusta hélst ó­breytt í 4%.