Samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat lækkaði ársverðbólga á evrusvæðinu í janúar eftir nokkuð óvænta hækkun í desembermánuði.
Verðbólgan féll úr 2,9% í 2,8% milli mánaða samkvæmt Eurostat en viðskiptablað The Guardian greinir frá.
Verðbólga á evrusvæðinu fór úr 2,4% í 2,9% milli nóvember og desember en í kjölfarið vöknuðu um áleitnar spurningar um hvort Evrópski seðlabankinn muni lækka stýrivexti í náinni framtíð eins og væntingar hafa verið um.
Þó að lækkunin sé ekki mikil eru nú aftur vonir um að vextir verði lækkaðir fyrr en ella.
Verðbólga á mat, áfengi og tóbaki lækkaði milli mánaða og fór úr 6,1% í desember í 5,7% í janúar á meðan þjónusta hélst óbreytt í 4%.
Euro area #inflation at 2.8% in January 2024, down from 2.9% in December 2023. Components: food, alcohol & tobacco +5.7%, services +4.0%, other goods +2.0%, energy -6.3% - flash estimate https://t.co/bVappgIxsF pic.twitter.com/wSmx5cEmQe
— EU_Eurostat (@EU_Eurostat) February 1, 2024