Verðbólga í Bandaríkjunum hækkaði í nóvember­mánuði en sam­kvæmt The Wall Street Journal sýnir þetta að baráttunni er hvergi nærri lokið.

Ár­s­verðbólga mældist 2,7% í mánuðinum sem er hækkun úr 2,6% frá mánuðinum á undan. Kjarna­verðbólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 3,3% á árs­grund­velli.

Í skýrslu vinnumálaráðu­neytis Bandaríkjanna segir að neyt­endur séu bjartsýnir á efna­haginn og hefur neysla aukist milli mánaða. Vinnu­markaðurinn er enn mjög öflugur vestan­hafs en 227 þúsund ný störf urðu til í nóvember­mánuði.

Bandaríski seðla­bankinn hefur lækkað vexti um 0,75% frá því í septem­ber og eru stýri­vextir bankans nú í 4,5% til 4,75%.

Næsta vaxtaákvörðun seðla­bankans verður 18. desember en um er að ræða síðustu vaxtaákvörðun bankans áður en Donald Trump tekur við for­seta­em­bættinu í janúar.