Verð­bólga á árs­grund­velli mældist 2% í júní­mánuði og er ó­breytt milli mánaða sam­kvæmt nýjum tölum frá bresku hag­stofunni en The New York Times greinir frá.

Verð­bólgan helst því í verð­bólgu­mark­miði Eng­lands­banka en sam­kvæmt hreyfingum á peninga­mörkuðum telja fjár­festar um 50% líkur á vaxta­lækkun í byrjun ágúst.

Sumar­út­sölur sem og matar­verð höfðu á­hrif til lækkunar á verð­bólgu en gríðar­leg hækkun á hótel­gistingu hafði afar nei­kvæð á­hrif á verð­bólguna í júní.

Verð­bólga á árs­grund­velli mældist 2% í júní­mánuði og er ó­breytt milli mánaða sam­kvæmt nýjum tölum frá bresku hag­stofunni en The New York Times greinir frá.

Verð­bólgan helst því í verð­bólgu­mark­miði Eng­lands­banka en sam­kvæmt hreyfingum á peninga­mörkuðum telja fjár­festar um 50% líkur á vaxta­lækkun í byrjun ágúst.

Sumar­út­sölur sem og matar­verð höfðu á­hrif til lækkunar á verð­bólgu en gríðar­leg hækkun á hótel­gistingu hafði afar nei­kvæð á­hrif á verð­bólguna í júní.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 3,5% í júní.

Verð­bólga í þjónustu- og gistingu hélst ó­breytt í 5,7% í júní en hag­fræðingar höfðu spáð lækkun milli mánaða.

Hótel­gisting hafði sér­stak­lega nei­kvæð á­hrif og hækkaði um 9% milli mánaða og er tón­leika­ferða­lagi Taylor Swift um Bret­lands­eyjar kennt um.

Swift hélt alls 10 tón­leika í Bret­landi í júní­mánuði og mun hún snúa aftur til Bret­lands í ágúst þar sem hún heldur meðal annars fimm tón­leika á Wembl­ey leik­vanginum sem tekur um 90 þúsund manns í sæti.

„Það er afar lík­legt að það séu Taylor Swift á­hrif hérna,“ segir Sanjay Raja, aðal­hag­fræðingur Deutsche Bank í Bret­landi, í skýrslu frá bankanum.

Greiningar­deild TD Secu­ri­tes segir mjög lík­legt að tón­leika­ferða­lag Swift hafi haft á­hrif á verð á þjónustu en vildi ekki ganga svo langt að segja hún bæri á­byrgð á hærra verði á hótel­gistingu.