Vísi­tala neyslu­verðs í Bandaríkjunum hækkaði um 0,4% milli mánaða í desember og mældist verðbólga á árs­grund­velli 2,9.

Mun það vera hækkun fjórða mánuðinn í röð en ár­s­verðbólgan mældist 2,7% í nóvember­mánuði.

Kjarna­verðbólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, lækkaði og mældist 3,2% á ársgrundvelli.

Hagfræðingar höfðu spáð því að kjarnaverðbólga yrði óbreytt milli mánaða í 3,3%. Það að kjarnaverðbólga hafi hjaðnað gefur einhverja von að vextir verði lækkaðir í lok mánaðar.

Vinnumálaráðu­neyti Bandaríkjanna birti vinnu­markaðstölur síðastliðinn föstu­dag sem sýndu að efna­hagur landsins væri enn sjóðheitur er 256 þúsund ný störf bættust við.

Var það mun meira en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um en sam­kvæmt The Wall Street Journal setja verðbólgu- og vinnu­markaðstölurnar vaxtalækkunar­ferli seðla­bankans í upp­nám.

Næsta vaxtaákvörðun Seðla­bankans er 29. janúar en sam­kvæmt WSJ er nær úti­lokað að vextir verði lækkaðir á fundinum.