Verðbólga í Bretlandi jókst óvænt í júnímánuði og mældist 3,6%. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í átján mánuði.

Hagfræðingar sem tóku þátt í könnun Reuters höfðu spáð því að verðbólgan myndi haldast óbreytt í 3,4% milli mánaða.

Breska hagstofan segir að matvöruverðbólga hafi ekki verið meiri frá því í febrúar 2024 en hún mældist 4,5% í júní. Auk þess sem samgöngukostnaður jókst milli mánaða.

Kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 3,7% í júní samanborið við 3,5% í maí.

Í umfjöllun Financial Times segir að verðbólgumælingin sem var birt í morgun sé bakslag fyrir Englandsbanka sem hefur vonast til að geta lækkað vexti og koma meiri hreyfingu á breska hagkerfið.

Næsta vaxtaákvörðun Englandsbanka er boðuð þann 7. ágúst næstkomandi.