Verðbólga í Frakklandi lækkaði talsvert á mælikvarða samræmdrar vísitölu neysluverðs samkvæmt bráðabirgðatölum sem gefnar voru út af frönsku hagstofuveitunni Insee í morgun. Verðbólgan á þennan mælikvarða mældist 1,5% í september, samanborið við 2,2% í ágúst.

Verðbólgumælingin var undir spám hagfræðinga í könnun Reuters sem gerðu að jafnaði ráð fyrir að verðbólgan myndi mælast 2,0% í september.

Í umfjöllun CNN segir að verðbólgutölurnar gætu sett aukna pressu á Evrópska seðlabankann að lækka vexti frekar til að örva evruhagkerfið.

Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti um 25 punkta fyrr í þessum mánuði, úr 3,75% niður í 3,5%. Bankinn hefur nú lækkað stýrivexti tvisvar á árinu.

Á heildina litið sagði Inshee að mánaðarlækkun neysluverðs í Frakklandi hafi verið sú mesta frá árinu 1990. Verðbólguhjöðnunin endurspegli lækkun á orkuverði, einkum á olíu, ásamt árstíðarsveiflum á flutningsgjöldum. Auk þess hafi ákveðnum tollum verið breytt og færðir
aftur í eðlilegt horf eftir Ólympíuleikana.