Ársverðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,2% í október, samanborið við 3,7% í september, samkvæmt nýbirtum hagtölum. Verðbólgan hjaðnaði þar með í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs var óbreytt milli mánaða. Verðbólgutölurnar voru lítillega undir spám greiningaraðila.

Ársverðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,2% í október, samanborið við 3,7% í september, samkvæmt nýbirtum hagtölum. Verðbólgan hjaðnaði þar með í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs var óbreytt milli mánaða. Verðbólgutölurnar voru lítillega undir spám greiningaraðila.

Hagfræðingar í könnunum LSEG og WSJ áttu von á að vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum myndi hækka um 0,1% milli mánaða sem hefði í för með sér að ársverðbólga yrði 3,3%.

Kjarnaverðbólga (e. core-price index), sem undanskilur sveiflukennda vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, mældist 4,0% í október. Greiningaraðilar áttu von á að kjarnaverðbólgan yrði óbreytt í 4,1%.

Í umfjöllun Wall Street Journal segir að hjöðnun verðbólgunnar milli mánaða megi að stórum hluta rekja til lækkunar á bensínverði.