Ársverðbólga í Bandaríkjunum mældist 6,4% í janúar og hjaðnaði um 0,1 prósentustig frá fyrri mánuði. Verðbólgan mældist yfir spám hagfræðinga sem áttu von a að hún yrði nær 6,2%.

Kjarnaverðbólga (e. core-price index), sem undanskilur sveiflukennda vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, mældist 5,6% í janúar, samanborið við 5,7% í desember. Hagfræðingar í skoðanakönnun Reuters áttu von á að kjarnaverðbólgan myndi hjaðna niður í 5,5%.

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur þann 1. febrúar síðastliðinn og er þeir nú á bilinu 4,5%-4,75%. Næsta vaxtaákvörðun bankans er þann 22. mars næstkomandi.