Verðbólga í Bretlandi mældist 10,1% í janúar og hjaðnaði um 0,4 prósentur á milli mánaða. Þá hjanði kjarnaverðbólga úr 6,2% í 5,8% á milli mánaða.

Sterlingspundið veiktist í kjölfar birtingu verðbólgutalanna og ávöxtunarkrafa á tveggja ára breskum ríkisskuldabréfum féll um 11 punkta.

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hækkaði stýrivexti um hálfa prósentu í byrjun mánaðarins, upp í 4,0%. Næsta vaxtaákvörðun bankans er þann 23. mars næstkomandi.

Í umfjöllun Financial Times segir að verðbólgan hafi mælst minni en greiningaraðilar áttu von á. Verðbólgumælingin hafi því aukið væntingar um að Englandsbanki muni stöðva vaxtahækkunarferlið í vor.