Verðbólga í Bretlandi mældist 9,4% í júní, samanborið við 9,1% í maí, og hefur ekki verið meiri frá árinu 1982. Hagfræðingar í könnun Retuers áttu von á að verðbólgan yrði 9,3% í júní og Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, átti von á að hún yrði í kringum 9,2%.
Matvæli, sem hefur hækkað um 9,8% á ársgrundvelli og bensín knúðu áfram hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi í síðasta mánuði.