Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 2,4% í ágúst sam­kvæmt gögnum sem danska Hag­stofan birti í morgun.

Mun það vera lækkun úr 3,1% í júlí­mánuði en verð­bólga hækkaði milli júní og júlí sem var í fyrsta sinn í níu mánuði sem verð­bólgan hækkaði.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði Jylland­s­posten lækkaði verð­bólgan í ágúst vegna verð­lækkana á elds­neyti og gisti­þjónustu. Vöru­verð hefur lækkað að jafnaði um 0,5% á mánuði síðast­liðið ár.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 4,2% í ágúst sem er lækkun úr 5,3% á milli mánaða. Verð­lækkanir í gisti­þjónustu og pakka­ferðum er­lendis eru að toga kjarna­verð­bólguna niður sam­kvæmt finans.dk.

Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 2,4% í ágúst sam­kvæmt gögnum sem danska Hag­stofan birti í morgun.

Mun það vera lækkun úr 3,1% í júlí­mánuði en verð­bólga hækkaði milli júní og júlí sem var í fyrsta sinn í níu mánuði sem verð­bólgan hækkaði.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði Jylland­s­posten lækkaði verð­bólgan í ágúst vegna verð­lækkana á elds­neyti og gisti­þjónustu. Vöru­verð hefur lækkað að jafnaði um 0,5% á mánuði síðast­liðið ár.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 4,2% í ágúst sem er lækkun úr 5,3% á milli mánaða. Verð­lækkanir í gisti­þjónustu og pakka­ferðum er­lendis eru að toga kjarna­verð­bólguna niður sam­kvæmt finans.dk.

Verðbólgan hjaðnað úr 10,1% á 10 mánuðum

Verð­bólgan í Dan­mörku náði há­marki í 10,1% í októ­ber í fyrra en hún hefur ekki verið lægri síðan í septem­ber 2021 þegar árs­verð­bólga mældist 2,2%.

Jeppe Juul Bor­re, aðal­hag­fræðingur Arbejder­nes Lands­bank, segir já­kvætt að verð­bólgan hafi fallið aftur í ágúst en það sýnir að hækkunin í júlí hafi verið eins­dæmi.

Bor­re segir að ný­birtar tölur Hag­stofunnar sýni að verð­bólgan muni halda á­fram að lækka út árið líkt og hún hefur gert næstum alla mánuði ársins hingað til.