Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 0,9% í septem­ber­mánuði, sam-kvæmt mælingum dönsku hag­stofunnar.

Mun þetta vera lækkun úr 2,4% í ágúst­mánuði en verð­bólga í Dan­mörku hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2021.

Sam­kvæmt hag­stofunni var mesta verð­lækkunin á raf­magni, elds­neyti og gistingu.

Danir hafa nú náð 2% verð­bólgu­mark­miði danska og Evrópska Seðla­bankans.

Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 0,9% í septem­ber­mánuði, sam-kvæmt mælingum dönsku hag­stofunnar.

Mun þetta vera lækkun úr 2,4% í ágúst­mánuði en verð­bólga í Dan­mörku hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2021.

Sam­kvæmt hag­stofunni var mesta verð­lækkunin á raf­magni, elds­neyti og gistingu.

Danir hafa nú náð 2% verð­bólgu­mark­miði danska og Evrópska Seðla­bankans.

Pal­le Søren­sen, aðal­hag­fræðingur Nykredit, fagnar verð­bólgu­tölunum í sam­tali við Finans.dk.

„Verð­bólgu­mælingarnar stað­festa enn og aftur að laun í Dan­mörku eru heppi­lega að hækka hraðar en verð. Þetta mun lík­lega hafa mikil á­hrif á fjár­mál margra sem hafa fundið fyrir þrýstingi eftir sögu­lega kaup­máttar­skerðingu í fyrra,“ segir Søren­sen.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, féll úr 4,2% í 3,7% milli mánaða á árs­grund­velli.

Verð­bólgan í Dan­mörku náði hámarki í 10,1% í október í fyrra en hefur hjaðnað hægt og ró­lega síðan þá.

Sofi­e Holme Ander­sen, aðal­hag­fræðingur AE, segir of snemmt að hrósa sigri í bar­áttunni við verð­bólguna því enn séu á­kveðnir undir­liðir allt­of háir. Hún fagnar hins vegar þeim árangri sem hefur náðst.