Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 0,1% í októ­ber og hefur hún ekki verið lægri síðan í maí 2020.

Danir náðu verð­bólgunni undir 1% í síðasta mánuði og mældist árs­verð­bólga 0,9% en lækkunina milli mánaða má rekja til lækkandi verðs á raf­orku, bensíni, hús­gögnum og heimilis­vörum.

Vöru­verð í Dan­mörku hefur að meðal­tali lækkað um 4,4% síðustu tólf mánuði sam­kvæmt dönsku Hag­stofunni en Børsen greinir frá. Verð­bólgan í Dan­mörku náði hámarki í 10,1% í október í fyrra en hefur hjaðnað hægt og ró­lega síðan þá.

Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 0,1% í októ­ber og hefur hún ekki verið lægri síðan í maí 2020.

Danir náðu verð­bólgunni undir 1% í síðasta mánuði og mældist árs­verð­bólga 0,9% en lækkunina milli mánaða má rekja til lækkandi verðs á raf­orku, bensíni, hús­gögnum og heimilis­vörum.

Vöru­verð í Dan­mörku hefur að meðal­tali lækkað um 4,4% síðustu tólf mánuði sam­kvæmt dönsku Hag­stofunni en Børsen greinir frá. Verð­bólgan í Dan­mörku náði hámarki í 10,1% í október í fyrra en hefur hjaðnað hægt og ró­lega síðan þá.

Þjónusta hefur þó hækkað um 4,9% á árs­grund­velli en sam­kvæmt Hag­stofunni má rekja hækkunina til hærra leigu­verðs.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, mældist 3,3% í októ­ber sem er lækkun úr 3,7% í septem­ber.

Enn undirliggjandi verðbólguþrýstingur

„Kjarna­verð­bólgan er klár­lega á réttri leið. Þrátt fyrir að verð­bólga muni aukast á næstu mánuðum,“ segir Allan Søren­sen, aðal­hag­fræðingur Sam­taka iðnaðarins í Dan­mörku.

Pal­le Søren­sen, aðal­hag­fræðingur Nykredit, tekur í sama streng. „Verð­bólgu­mæling dagsins eru góðar fréttir en það er undir­liggjandi verð­bólgu­þrýstingur. Lækkun kjarna­verð­bólgunnar eru einnig góðar fréttir fyrir verð­bólguna á komandi mánuðum,“ segir Pal­le.