Verðbólga í Japan mældist 3,8% í nóvember og hefur ekki verið hærri síðan í desember árið 1981. Þá mældist kjarnaverðbólga 3,7% í mánuðinum. Þetta kemur fram í grein Financial Times.
Verðbólgan jókst um 0,3% á milli mánaða, en hún hafði hækkað um 0,6% milli september og október. Verðbólga í Japan mælist talsvert lægri en í Bandaríkjunum og í Evrópu. Samt sem áður hefur hún nú mælst yfir 2% verðbólgumarkmiði japanska seðlabankans átta mánuði í röð.
Sérfræðingar áætla að kjarnaverðbólga í Japan verði komin upp í 4,3% í janúar.
Japanski seðlabankinn tilkynnti nú á dögunum breytingar á peningastefnu sinni. Bankinn mun ekki leyfa ávöxtunarkröfu 10 ára ríkisskuldabréfa að sveiflast um plús eða mínus 0,5% í stað þeirra 0,25% sem áður var miðað við.
Tilkynningin olli miklum sveiflum á gjaldeyri, skuldabréfum og hlutabréfamörkuðum. Seðlabankastjórinn, Haruhiko Kuroda, sagði breytinguna þó ekki fela í sér aukið aðhald peningastefnunnar.