Verðbólga í Þýskalandi var 2,9% í desember samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni Destatis. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir því að verðbólgan yrði í kringum 2,6% en vísitala neysluverðs hafði einnig hækkað um 0,7%.

Desember var þá þriðji mánuðurinn í röð þar sem verðbólga í Þýskalandi hélst yfir 2% markmiði evrópska Seðlabankans. Verðbólgan fór niður í 1,8% í september en hækkaði aftur í 2,4% í október.

Carsten Brzeski, yfirmaður þjóðhagsmála hjá ING, sagði í dag að gögnin bentu til þess að það væri ótímabært að fagna því að verðbólgan héldist í skefjum. „Þegar horft er fram á veginn lítur út fyrir að verðbólga á þessu stigi haldi áfram meðan orkumál haldast óbreytt og meðan laun halda áfram að hækka.“

Gögnin koma einnig á tímum pólitískrar óvissu í Þýskalandi en stjórnarsamstarf slitnaði í nóvember þegar Olaf Scholz rak fyrrum fjármálaráðherra, Christian Lindner, og boðaði til kosninga.