Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli ágúst og september hefur nú hækkað um 5,4% á ársgrundvelli samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Verðbólgan dróst saman um 0,6 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,0%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,55% milli mánaða og mældist 2,8%. Árshækkun vísitölunnar án húsnæðis mældist 3,6% í ágúst.

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli ágúst og september hefur nú hækkað um 5,4% á ársgrundvelli samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Verðbólgan dróst saman um 0,6 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,0%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,55% milli mánaða og mældist 2,8%. Árshækkun vísitölunnar án húsnæðis mældist 3,6% í ágúst.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir lita verðbólgutölurnar

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að verð á fötum og skóm hafi hækkað um 5,0% milli mánaða og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,7%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 16,5% og verð í mötuneytum lækkaði um 35,9%.

„Lækkun í mötuneytum er að miklu leyti vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar.“

Undir spám bankanna

Verðbólgan mældist nokkuð undir spám bankanna. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans gerðu báðar ráð fyrir að verðbólga myndi hjaðna úr 6,0% í 5,7% milli mánaða.

Næsta boðaða vaxtaákvörðun Seðlabankans er þann 2. október næstkomandi. Allir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabankans voru sammála á síðasta vaxtaákvörðunarfundi að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% í ágúst.