Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,8% síðustu tólf mánuði og 4,0% án húsnæðis, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga mældist 6,2% í maímánuði eftir óvænta hækkun úr 6,0% í apríl.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% milli mánaða og um 0,41% án húsnæðis.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) jókst um 0,8% og hafði 0,15% áhrif á vísitöluna. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Hagstofan reiknar með reiknaða húsaleigu sem húsaleiguígildi.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 8,0% og höfðu 0,15% áhrif á vísitöluna.

Verð á hótelum og veitingastöðum hækkaði um 2,1% og hafði 0,11% áhrif en samkvæmt Hagstofunni má rekja stóran hluta af þeirri hækkun til hækkunar á gistingu um 17,0%.

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,8% síðustu tólf mánuði og 4,0% án húsnæðis, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga mældist 6,2% í maímánuði eftir óvænta hækkun úr 6,0% í apríl.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% milli mánaða og um 0,41% án húsnæðis.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) jókst um 0,8% og hafði 0,15% áhrif á vísitöluna. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Hagstofan reiknar með reiknaða húsaleigu sem húsaleiguígildi.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 8,0% og höfðu 0,15% áhrif á vísitöluna.

Verð á hótelum og veitingastöðum hækkaði um 2,1% og hafði 0,11% áhrif en samkvæmt Hagstofunni má rekja stóran hluta af þeirri hækkun til hækkunar á gistingu um 17,0%.

Greiningardeild Íslandsbanka hafði spáð því að ársverðbólga yrði um 5,9% í júnímánuði á meðan hagsjá Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólga verði á bilinu 5,8% - 6% í allt sumar.

Greiningardeildir beggja banka telja samt sem áður að góðar líkur séu á hraðri hjöðnun á haustmánuðum.