Ársverðbólga í Bandaríkjunum hélst nær óbreytt á milli júní og júlímánaðar sem gefur til kynna að verðbólguþrýstingurinn í stærsta efnahag heimsins sé farinn að gefa eftir.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% á milli mánaða sem var í samræmi við spár sem setur verðbólguna í 3,2% sem er örlítil hækkun úr 3% frá því í júní.
Samkvæmt Financial Times er hækkunin innan skekkjumarka þar sem verðbólgan í júlí 2022 mældist óvenju lág. Þá sýna undirliggjandi flokkar í vísitölunni að verðbólguþrýstingurinn sé að hjaðna á mörgum vígstöðum.
Augu fjárfesta beinast nú að Jerome Powell seðlabankastjóra en peningastefnunefnd bankans sem kemur saman í september. Vonast margir eftir því að nefndin ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum.
Kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda sveiflukennda vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, hækkaði um 0,2% sem er sambærilegt og milli maí og júní.
Kjarnaverðbólgan er því 4,7% á ársgrundvelli í júlí sem er á pari við júnímánuð. Verðbólgan í Bandaríkjunum náði hámarki í 9,1% síðasta sumar en seðlabankinn hefur hægt og rólega verið að nálgast tveggja prósentu verðbólgumarkmið sitt.