Verðbólga í Bretlandi hjaðnaði úr 2,3% í 2,0% á milli mánaða og er þar með komin niður í verðbólgumarkmið Englandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár. Verðbólga í Bretlandi mældist síðast innan 2% markmiðsins í júlí 2021.

Verðbólga í Bretlandi hjaðnaði úr 2,3% í 2,0% á milli mánaða og er þar með komin niður í verðbólgumarkmið Englandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár. Verðbólga í Bretlandi mældist síðast innan 2% markmiðsins í júlí 2021.

Vísitala neysluverðs í Bretlandi hækkaði um 0,3% milli mánaða en til samanburðar hækkaði vísitalan um 0,7% í maí 2023. Verðbólgumælingin var í samræmi við spár greiningaraðila.

Í umfjöllun Financial Times segir að ársverðbólga í Bretlandi sé nú minni en í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu en áfram sé þó töluverður verðbólguþrýstingur í kerfinu. Bent er á að þjónustuliðurinn í vísitölu neysluverðs hækkaði um 5,7% á ársgrunni í maí en til samanburðar mældist árshækkun hans 5,9% í apríl.

Þá mældist kjarnaverðbólga, sem undanskilur vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, mældist 3,5% í maí samanborið við 3,9% í apríl.

Verðbólgutölurnar eru sagðar mikilvægar fyrir Íhaldsflokkinn í Bretlandi sem á í krefjandi kosningabaráttu fyrir komandi þingkosningar í byrjun júlí. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði verðbólgumælingunni og sagði hana góðar fréttir, ekki síst þar sem síðustu tvö ár hafi verið mjög erfið fyrir landsmenn.