Verðbólga í Japan í janúar jókst töluvert í síðasta mánuði og er nú komin í 4% en verðbólgan þar í landi hefur ekki verið hærri síðan í janúar 2023. Þetta kemur fram á vef CNBC en heildarverðbólga hefur verið meira en 2% í 34 mánuði í röð.
Þá hefur kjarnaverðbólga, sem tekur ekki mat og orkuverð til greina, hækkað upp í 2,5% úr 2,4% mánuðinum á undan.
Japanski seðlabankinn íhugar nú að hækka stýrivexti en í samantekt frá BOJ segir að það verði nauðsynlegt fyrir bankann að stilla aðlögun frá því sjónarhorni að forðast gengisfall jensins og ofhitnun innan fjármálageirans.
Hagkerfið í Japan hægði einnig á sér á síðasta ári og óx aðeins um 0,1% sem er töluverð lækkun frá 1,5% hagvexti sem landið sá árið 2023.