Seðlabanki Evrópu gerir ráð fyrir að verðbólga á evrusvæðinu verði yfir 2% markmiði bankans næstu þrjú árin samkvæmt heimildarmanni Reuters. Fréttaveitan segir að bankinn hafi því væntingar um að baráttann gegn hárri verðbólgu verði langdrægari heldur en markaðurinn gerir nú ráð fyrir.
Verðbólga á evrusvæðinu hefur hækkað úr 1% í 10% á síðustu tveimur árum. Christine Lagarde, forseti Seðlabanka Evrópu, sagði nýlega að verðbólgan hafi ekki enn náð hámarki.
Talið er fullvíst að Seðlabanki Evrópu tilkynni um sína fjórðu vaxtahækkun í röð á morgun. Bankinn mun jafnframt gefa út nýja ársfjórðungslega hagspá, sem fjárfestar nota til að meta hversu miklar vaxtahækkanir eru í kortunum.
Ný verðbólguspá seðlabankans gera ráð fyrir að verðbólga verði vel yfir 2% markmiðinu árið 2024 og rétt yfir markmiði árið 2025, samkvæmt heimildarmanni Reuters.
Hagfræðingar sem Reuters leitaði til spá því að verðbólga verði að meðaltali 6,0% árið 2023, 2,3% árið 2024 og 1,9% árið 2025. Þeir gera jafnframt ráð fyrir að bankinn hækki stýrivexti um hálfa prósentu, upp í 2,0%.