Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 2,8% í febrúar samanborið við 3,0% í mánuðinum á undan.

Greinendur höfðu spáð fyrir um 2,9% verðbólgu og því lækkaði hún meira á milli mánaða en búist var við.

Þetta gæti e.t.v. til þess að peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna taki ákvörðun um að lækka stýrivexti á fundi sínum í næstu viku, að því er kemur fram í grein Financial Times.

Þó lýsti Jay Powell seðlabankastjóri því yfir í síðustu viku að bankinn þyrfti ekki að flýta sér að lækka vexti.

Hann talaði þar niður áhyggjur um samdrátt í bandaríska hagkerfinu og sagðist gera ráð fyrir því að nefndin héldi vöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.

Powell hefur mætt miklum þrýstingi frá Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað kallað eftir vaxtalækkunum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna fundar dagana 18.-19. mars. Næstu fundir eru síðan í maí, júní og júlí.