Verðbólgan í Bretlandi helst óbreytt í 8,7% milli mánaða en vonir stóðu til að hún myndi lækka. Hagfræðingar höfðu spáð því að verðbólgan myndi lækka í 8,4% en svo varð ekki.
Allar líkur eru á því að Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, neyðist til að hækka vexti á morgun. Hagfræðingar spá því að vextir verði hækkaði um 25 punkta í 4,75.
Kjarnaverðbólga, sem undanskilur matvæla- og orkuverð, var 7,1% í maí sem hækkun á milli mánaða en hún mældist 6,8% í apríl.
Matarverðbólga í 18,7% í maí
Englandsbanki fylgist náið með kjarnaverðbólgunni sem hefur verið þrálát en bankinn hefur spáð því að tólf mánaða verðbólgan verði í 5% fyrir árslok með lækkandi orkuverði. Það er þó vel fyrir 2% verðbólgumarkmiði bankans.
Matarverðbólga í Bretlandi lækkaði örlítið milli mánaða en er enn þá gríðarlega há. Fór hún úr 19,3% í 18,7% milli apríl og maí. Mjólk, ostur og egg kosta 27,4% meira í ár en í fyrra og halda matarkörfunni í Bretlandi hárri.
Bretar í verri stöðu en flestir
Verðbólgan í Bretland er mun hærri en á meginlandi Evrópu um þessar mundir. Í Þýskalandi er stendur árverðbólgan í 6,3%, Frakkland er í 6,0% og Spánn í 2,9%.
Verðbólgan á evrusvæðinu er 6,1% en hún lækkaði til muna í Bandaríkjunum á milli mánaða og endaði í 4,0%.