Delcy Rodriguez varaforseti Venesúela sagði í dag að verðbólgan árið 2022 hafi verið 234%. Þetta sagði hann á fundi með þarlendum og tyrkneskum athafnamönnum.

Stjórnvöld í Venesúela glíma við gríðarlega erfiðleika í efnhagsmálum sem meðal annars birtast í verðbólgunni.

Verðbólgan var 686% árið 2021 samkvæmt Seðlabanka Venesúela. Seðlabankinn hefur ekki birt verðbólgutölur síðan í október.

Verðbólga í Venesúela var 686% árið 2021 en 234% árið 2022.

Svo virðist sem stjórnvöld hafi náð nokkrum tökum á verðbólgudraugnum framan af síðasta ári en algjörlega misst tökin á seinnihluta ársins.

Eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri er gríðarleg og langt umfram getu bankans til að skipta bólivörum í Bandaríkjadali, eins og flestir vilja.