Verðbólga í Bandaríkjunum hjaðnaði um 0,4 prósentustig á milli júlí og ágúst mælist nú 2,5% samanborið við 2,9% í júlí. Verðbólgan hefur nú hjaðnað fimm mánuði í röð.

Kjarnaverðbólga (e. core-price index), sem undanskilur vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, hélst nær óbreytt milli mánaða og mældist 3,2% í ágúst.

Verðbólga í Bandaríkjunum hjaðnaði um 0,4 prósentustig á milli júlí og ágúst mælist nú 2,5% samanborið við 2,9% í júlí. Verðbólgan hefur nú hjaðnað fimm mánuði í röð.

Kjarnaverðbólga (e. core-price index), sem undanskilur vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, hélst nær óbreytt milli mánaða og mældist 3,2% í ágúst.

Verðbólgan mældist undir spám hagfræðinga í könnun WSJ en flestir þeirra gerðu ráð fyrir að ársverðbólgan myndi mælast 2,6% og að kjarnaverðbólga yrði um 3,2%.

Almennt er búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hefja vaxtalækkunarferli sitt í næstu viku. Nokkrir nefndarmenn peningastefnunefndar bankans hafa gefið til kynna að þeir séu hlynntir að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig en aðrir hafa ekki útilokað að kjósa með hálfs prósentu lækkun, að því er segir í frétt WSJ.