Verð­bólgan í Þýsk­landi var lægri í lok maí­mánaðar en hag­fræðingar gerðu ráð fyrir. Þýska­land fylgir þannig Frakk­landi og Spáni sem einnig sá minni verð­hækkanir en spár gerðu ráð fyrir. Evrópski Seðla­bankinn varar þó við því að fagna of snemma og segir evru­svæðið enn á við­kvæmum stað.

Verð­bólgan í Þýska­landi féll úr 7,2% í apríl niður í 6,1% í maí sem er meiri hjöðnun en gert var ráð fyrir. Maí­mánuður var þriðju mánuðurinn í röð í Þýska­landi þar sem verð­hækkanir voru minni en hag­fræðingar spáðu fyrir um.

Að­gerðir yfir­valda í Þýska­landi til að mæta orku­verðs­hækkunum eru sagðar hafa hjálpað til við draga úr verð­bólgunni en á sama tíma hefur matar­karfan hækkað til muna til saman­burðar við maí 2022.

Stýri­vextir á evru­svæðinu er nú þegar byrjaðir að bíta og hafa á­hrif á heimili og fyrir­tæki að mati Evrópska Seðla­bankans. Bankinn hefur hækkað stýri­vexti um 3,75 punkta frá júlí í fyrra í von um að hægja á verð­bólgunni á evru­svæðinu. Hækkunin kom eftir næstum 15 ár af 0% stýri­vöxtum í kjöl­far efna­hags­hrunsins 2008.

Verð­bólga á evru­svæðinu mældist um 7% í apríl og er búist við stýri­vaxta­hækkun í júní.