Verðbólga í Bretlandi hjaðnaði um 0,4 prósentur í nóvember, niður í 10,7% eftir að hafa náð 41 árs hámarki í 11,1% í október. Verðbólgan mældist undir væntingum greiningaraðila sem áttu von á að hún yrði 10,9%.

Í umfjöllun Financial Times og WSJ segir að margir telji að verðbólgan í Bretlandi kunni að hafa toppað í bili.

Verðbólga í Bretlandi hjaðnaði um 0,4 prósentur í nóvember, niður í 10,7% eftir að hafa náð 41 árs hámarki í 11,1% í október. Verðbólgan mældist undir væntingum greiningaraðila sem áttu von á að hún yrði 10,9%.

Í umfjöllun Financial Times og WSJ segir að margir telji að verðbólgan í Bretlandi kunni að hafa toppað í bili.

Breska hagstofan sagði að ein helsta ástæðan fyrir hjöðnun verðbólgunnar megi rekja til þess að hægst hafi á árstakti bensínverðs eftir að það stóð í stað á milli mánaða. Á móti vegi hins vegar verðhækkanir á veitingastöðum, kaffihúsum og krám.