Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,8% í september, samanborið við 2,2% í ágúst. Verðbólgan er þar með komin undir 2,0% verðbólgumarkmið evrópska seðlabankans í fyrsta sinn í þrjú ár,

Verðbólgumælingin, sem byggir á bráðabirgðatölum, var í samræmi við væntingar hagfræðinga sem tóku þátt í könnun Reuters.

Fjárfestar eru í auknum mæli að spá því að Seðlabanki Evrópu muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, úr 3,5% í 3,25%, þann 17. október næstkomandi. Bankinn lækkaði vexti í júlí og september síðastliðnum.

Verðlagning á skuldabréfamörkuðum gefur til kynna að markaðsaðilar geri ráð fyrir samtals um 50 punkta lækkun á síðustu tveimur vaxtaákvörðunarfundum peningastefnunefndar seðlabankans í ár.

Þá gefur verðlagningin til kynna að væntingar séu um að stýrivextir verði um 1,7 prósentum lægri í lok næsta árs, að því er segir í frétt Financial Times.