Vísitala neysluverðs í Þýskalandi lækkaði um 1,2% í síðasta mánuði og ársverðbólga mældist því 8,6%, samanborið við 10,0% í nóvember, samkvæmt bráðabirgðatölum sem þýska hagstofan birti fyrir skemmstu.

Verðbólgan var undir spám hagfræðinga sem áttu von á að hún yrði nær 9,0%.

Í tilkynningu þýsku hagstofunnar segir að stuðningsaðgerðir stjórnvalda með eingreiðslu til að mæta gas- og húshitunarkostnaði almennings, hafi leitt til þess að verðbólgan var minni en ella.