Ársverðbólgan í Bandaríkjunum hækkaði úr 3,2% í 3,7% milli mánaða í ágúst sem er meiri hækkun en hagfræðingar vestanhafs gerðu ráð fyrir.
Hagspár gerðu ráð fyrir því að ársverðbólgan myndi fara í 3,6% en eldsneytis- og orkuverð vegur þyngst í hækkuninni.
Kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, hélt hins vegar áfram að lækka og fór úr 4,7% í júlí niður í 4,3% í ágústmánuði samkvæmt mælingum á ársgrundvelli.
Kjarnaverðbólgan hækkaði milli mánaða um 0,3% sem er meiri mánaðarleg hækkun en síðustu tvo mánuði.
Óvissa um vaxtaákvarðanir í lok árs
Flækir þetta örlítið fyrir peningastefnunefnd bandaríska seðlabankans sem kemur saman í lok mánaðar en bankinn hefur hækkað vexti 11 sinnum síðan í mars 2022 í von um að ná 2% verðbólgumarkmiði sínu.
Fjárfestar og greiningaraðilar vestanhafs eru sammála um að nefndin muni líklegast leggja til að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sínum í september er meiri óvissa ríkir um vaxtaákvarðanir nóvembers og desember.
Flækir þetta örlítið fyrir peningastefnunefnd bandaríska seðlabankans sem kemur saman í lok mánaðar en bankinn hefur hækkað vexti 11 sinnum síðan í mars 2022 í von um að ná 2% verðbólgumarkmiði sínu.
Fjárfestar og greiningaraðilar vestanhafs eru sammála um að nefndin muni líklegast leggja til að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sínum í september er meiri óvissa ríkir um vaxtaákvarðanir nóvembers og desember.
Stephen Juneau hagfræðingur hjá Bank of America segir seðlabankann hafa náð árangri í baráttunni við verðbólguna en hann þurfi engu síður að halda áfram til að komast yfir endalínuna.
Ársverðbólgan fór undir 5% í fyrsta sinn í sumar en hún mældist 6,6% í september í fyrra. Verðbólgan var á hraðri niðurleið í Bandaríkjunum en gríðarlegar verðhækkanir á olíu og öðru eldsneyti síðustu vikur gætu haft mikil áhrif á komandi mánuði.