Árs­verð­bólgan í Banda­ríkjunum hækkaði úr 3,2% í 3,7% milli mánaða í ágúst sem er meiri hækkun en hag­fræðingar vestan­hafs gerðu ráð fyrir.

Hag­spár gerðu ráð fyrir því að árs­verð­bólgan myndi fara í 3,6% en elds­neytis- og orku­verð vegur þyngst í hækkuninni.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, hélt hins vegar á­fram að lækka og fór úr 4,7% í júlí niður í 4,3% í ágúst­mánuði sam­kvæmt mælingum á árs­grund­velli.

Kjarna­verð­bólgan hækkaði milli mánaða um 0,3% sem er meiri mánaðar­leg hækkun en síðustu tvo mánuði.

Óvissa um vaxtaákvarðanir í lok árs

Flækir þetta ör­lítið fyrir peninga­stefnu­nefnd banda­ríska seðla­bankans sem kemur saman í lok mánaðar en bankinn hefur hækkað vexti 11 sinnum síðan í mars 2022 í von um að ná 2% verð­bólgu­mark­miði sínu.

Fjár­festar og greiningar­aðilar vestan­hafs eru sam­mála um að nefndin muni lík­legast leggja til að halda stýri­vöxtum ó­breyttum á fundi sínum í septem­ber er meiri ó­vissa ríkir um vaxta­á­kvarðanir nóvembers og desember.

Flækir þetta ör­lítið fyrir peninga­stefnu­nefnd banda­ríska seðla­bankans sem kemur saman í lok mánaðar en bankinn hefur hækkað vexti 11 sinnum síðan í mars 2022 í von um að ná 2% verð­bólgu­mark­miði sínu.

Fjár­festar og greiningar­aðilar vestan­hafs eru sam­mála um að nefndin muni lík­legast leggja til að halda stýri­vöxtum ó­breyttum á fundi sínum í septem­ber er meiri ó­vissa ríkir um vaxta­á­kvarðanir nóvembers og desember.

Stephen Juneau hag­fræðingur hjá Bank of America segir seðla­bankann hafa náð árangri í bar­áttunni við verð­bólguna en hann þurfi engu síður að halda á­fram til að komast yfir enda­línuna.

Árs­verð­bólgan fór undir 5% í fyrsta sinn í sumar en hún mældist 6,6% í septem­ber í fyrra. Verð­bólgan var á hraðri niður­leið í Banda­ríkjunum en gríðar­legar verð­hækkanir á olíu og öðru elds­neyti síðustu vikur gætu haft mikil á­hrif á komandi mánuði.