Hagfræðideild Landsbankans áætlar að hefði Hagstofa Íslands ekki tekið upp nýja aðferð til að mæla reiknaða húsaleigu í vísitölu neysluverðs í júní þá hefði ársverðbólga mælst 6,9% í júlí. Til samanburðar mældist verðbólga 6,3% með nýju aðferðinni.

Hagstofan tók í júní upp aðferð húsaleiguígildis við útreikning á reiknuðu húsaleiguna, sem felur í sér að notuð verða gögn um leigusamninga til þess að meta ígildi húsaleigu fyrir fasteignir sem eru í einkaeigu.

Í hagsjá Landsbankans áður hafi kostnaður þess að búa í eigin húsnæði verið reiknaður út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta en sé nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði.

Hagfræðideild Landsbankans áætlar að reiknaða húsaleigan hefði undir gömlu aðferðinni líklega hækkað um 1,94% í júní og 2,55% í júlí. Út frá nýju aðferðinni hækkaði liðurinn hins vegar um 0,8% í júní og 0,46% í júlí.

„Þetta gefur vísbendingu um að allt önnur og miklu hærri verðbólgumæling myndi nú blasa við, hefði Hagstofan viðhaldið gömlu aðferðafræðinni við útreikning á reiknaðri húsaleigu.“