Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 1,2% í janúar­mánuði sem er tölu­verð hækkun á milli mánaða þegar verð­bólgan mældist 0,7%.

Sam­kvæmt dönsku hag­stofunni er það hækkandi raf­orku­verð sem ber helsta á­byrgð á verð­bólgu­skotinu en Børsen greinir frá.

„Janúar­út­sölurnar dugðu ekki til, til að halda verð­bólgunni niðri,“ segir Søren Kristen­sen aðal­hag­fræðingur S­yd­bank.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum mældist 2,5% á árs­grund­velli í janúar en það mun vera lækkun úr 2,6% í desember.

Sam­kvæmt Børsen eru flestir hag­fræðingar í Dan­mörku á­nægðir með að sjá kjarna­verð­bólguna lækka, þó ekki nema um 0,1%, þar sem hún er mun betri mæli­kvarði á stöðuna.

Verð­bólgan í Dan­mörku lækkaði hratt í haust en hún hefur nú hækkað þrjá mánuði í röð. Mette Hørdum Larsen, aðal­hag­fræðingur Leder­ne, segir hins vegar að þrátt fyrir þessa hækkun sé verð­bólga enn til­tölu­lega lág í Dan­mörku.